mánudagur, 5. júní 2006
Ætli ég líkist ekki mest einfættum sjóræningja
þegar ég er að synda og er bara með blöðku á öðrum fætinum? Þegar rúm vika var liðin frá því hnéskelin á mér fór á flakk gat ég ekki haldið mig frá sundlauginni lengur og ákvað að gera tilraun til að synda. Bringusund kom ekki til greina því það krefst þess að beygja hnén, en ég hélt kannski að ég gæti synt skriðsund. Komst fljótt að því að það var ekki hægt, a.m.k. ekki með vinstri fætinum. Og þó ég héldi fætinum alveg kyrrum en væri með blöðkur þá tók það líka of mikið í hnéð. Eina ráðið til að synda skriðsund var með því að vera með blöðku á hægri fæti og halda vinstri fæti beinum í vatninu. Og það er einmitt það sem ég geri. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli