fimmtudagur, 15. júní 2006

Orðin grasekkja

- ekki í síðasta sinn á þessu sumri - en eiginmaðurinn er farinn í veiði austur í Laxárdal. Þar verður hann ásamt bræðrum sínum og bróðursyni, Birgittu Haukdal og fleiri veiðimönnum fram á sunnudag :-) Ég skutlaði honum austur í dag svo ég gæti haft bílinn á meðan hann er í burtu. Það var bara gaman að skreppa smá rúnt og horfa á íslenskt landslag snemmsumars. Enn vantar mikið upp á að orðið sé almennilega grænt en ferðafólk lætur það ekki á sig fá. Sá slatta af húsbílum, minna af hjólhýsum en engan á reiðhjóli. Við Goðafoss voru nokkrir bílar enda stendur fossinn sá alltaf fyrir sínu.

Nú er bara spurningin hvað ég á af mér að gera meðan eiginmaðurinn er fjarverandi. Reita arfa? Liggja með tærnar upp í loft? Fara í bæinn á 17. júní? Hafa pítsu í matinn þrjá daga í röð? (Andri minn, þetta síðastnefnda var djók - láttu þig dreyma ;-)

Engin ummæli: