þriðjudagur, 13. júní 2006

Mullersæfingarnar

standa alltaf fyrir sínu. Það er vaskur hópur morgunhana í Sundlaug Akureyrar sem stundar þessar tímalausu líkamsæfingará hverjum morgni árið um kring, þó útfærslan sé kannski svolítið misjöfn eftir aldri og þreki iðkenda. Eftir að hafa synt sínar ferðir í lauginni safnast þau saman nokkrir karlar og ein kona í grunnum heitapotti og gera æfingarnar óháð veðri eða vindum. Það er eiginlega óborganlegt að fá að vera áhorfandi að þessu ritúali endrum og sinnum. Og það er án efa mun hollara að gera mullersæfingar heldur en liggja eins og slytti í heita pottinum í uppundir hálftíma eins og ég gerði í morgun :-)

Engin ummæli: