miðvikudagur, 7. júní 2006

Úr vöndu að ráða

Verkefni dagsins er að fara yfir sjúkra- og upptökupróf í markaðsfræðinni. Sennilega var það ástæðan fyrir því að ég ætlaði aldrei að drattast á lappir í morgun... en það hafðist þó fyrir rest. Fór í sturtu og fékk mér hafragraut í morgunmat. Er samt greinilega komin úr æfingu því ég gleymdi að smyrja mér nesti. Um hádegisbilið byrjuðu garnirnar að gaula og ég fór fram í mötuneyti til að kanna úrvalið. Samanstóð það af tveimur tegundum af samlokum og gúllasi með pakka-kartöflumús og soðnum gulrótum. Nú var úr vöndu að ráða, átti ég að fá mér heilsusamloku sem var úttroðin af papriku (sem ég borða ekki), samloku með hangikjöti og salati (sem samanstóð af majónesi og niðursoðnum grænum baunum + gulrótum) eða gúllasið? Líklega hefur einhver fortíðarþrá ráðið því að ég fékk mér samlokuna með hangikjötinu og salatinu - en það verður örugglega langt þangað til næst. Þetta var ekki gott.

Og eins og glöggir lesendur taka eflaust eftir þá reyni ég að finna flest annað að gera heldur en fara yfir próf - bara verst að það eru ekki fleiri á MSN-inu núna...

Engin ummæli: