laugardagur, 3. júní 2006

Allt er þegar þrennt er ?

Þessi fyrirsögn er fengin úr smiðju dóttur minnar. Um daginn, þegar ég var búin að meiða mig í hnénu og Andri búinn að fá botnlangabólgu, sagðist ég vonast til þess að þetta væri búið núna, að málshátturinn "allt er þegar þrennt er" ætti ekki við í þessu tilviki. Þá sagðist Hrefna hafa hugsað með sér að eitthvað ætti enn eftir að koma fyrir, þetta væri örugglega ekki búið. Nú er það komið á daginn að hún hafði rétt fyrir sér. Hjartsláttartruflanirnar sem voru að hrjá hana á svipuðum tíma í fyrra, eru aftur farnar að láta á sér kræla. Hún var með mælitæki á sér í einn sólarhring til að fylgjast með hjartslættinum og fór hann allt upp í 280 slög á mínútu. Hjartalæknirinn hana aftur á lyf og eftir samráð við sérfræðing fyrir sunnan vilja þeir að hún fari aftur í hjartaþræðingu, helst sem fyrst. Það gekk nú ekki sérlega vel í fyrra, svo mín er ekki ýkja glöð yfir þessu öllu saman eins og skiljanlegt er.

Þetta blogg er að breytast í allsherjar veikindablogg - vonandi kemur bráðum betri tíð með blóm í haga :-)

Engin ummæli: