mánudagur, 22. maí 2006

Veðrið bregst ekki sem umræðuefni

á Íslandi. Það er nánast sama hvern ég hef hitt í dag, allir eru að kvarta yfir veðrinu - ef ekki kvarta, þá a.m.k. að tala um það. Skyldi kannski engan undra enda norðanátt og él. Kona sem var fyrir sunnan um helgina sagði að sér hefði hreinlega liðið eins og hún væri komin til annars lands (hvorki meira né minna!). Veðrið hafði verið miklu betra og allur gróður kominn mun lengra á veg heldur en hér fyrir norðan. Fólk hefði verið að spila golf og að vinna í görðunum - á meðan það var snjókoma hér. Svona er þetta víst bara, þýðir lítið að sýta það. Það er nú ekki eins og það sé alltaf eitthvað paradísarveður fyrir sunnan heldur...

Engin ummæli: