föstudagur, 19. maí 2006
Það er í raun merkilegt
hve mikið selst af gosdrykkjum í heiminum, sérstaklega þegar haft er í huga að gos er ekki sérlega góður drykkur! Mér finnst gos ekki gott lengur og drekk það nánast aldrei (nema þegar það er pítsa í matinn). Gerði undantekningu núna áðan og keypti mér Coke light með samlokunni sem ég borðaði í hádeginu. Er bara komin "niður að öxlum" í flöskunni en magaummálið er orðið á við nokkurra mánaða meðgöngu (ég sem sagt belgist öll út af lofti sökum koltvísýringsins). Skil ekki þegar ég geri svona mistök - læt það nú vera ef mér fyndist gos vera gott á bragðið þá gæti ég frekar þolað smá uppþembu og rop - en mér finnst gos vont. Af hverju í ósköpunum er ég þá að kaupa það?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli