sunnudagur, 28. maí 2006
Það er alltaf eitthvað...
Nýjustu fréttir af heilsufari fjölskyldunnar eru þær að Andri vaknaði með magaverki í morgun - og áðan var tekinn úr honum botnlanginn. Til að kóróna ástandið átti hann að leggja af stað í útskriftarferð 10. bekkjar í fyrramálið en þau fara m.a. uppá Snæfellsjökul, í go-kart og rafting. Krakkarnir eru búin að vera að safna fyrir ferðinni í allan vetur. Meiri óheppnin að þetta skuli einmitt hafa þurft að gerast núna :-( Gott samt að það uppgötvaðist áður en hann var farinn af stað, hefði verið verra að veikjast í ferðinni. Já, það er áframhaldandi fjör í Stekkjargerði sjö!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli