sunnudagur, 17. febrúar 2013

Andri á afmæli í dag - orðinn 23ja ára



Og nei, nei, ég ætla ekkert að tala um það núna hvað tíminn líður fljótt ... hehe ;-)

Í tilefni afmælis Andra þá hafði ég ætlað að skanna inn gamla mynd af honum og birta hér. Svo gerðist það að Hrefna hringdi í mig kl. 8 í morgun. Þá hafði hún verið svo óheppin í gærkvöldi þegar hún ætlaði að ganga yfir götu, að í sömu svifum kom bíll aðvífandi og ók næstum því á Hrefnu, með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði. Það er ekki gaman að ökklabrotna en gott samt að ekki fór verr.

Og af því hugur minn hefur í dag verið hjá þeim systkinum báðum þá kemur hér ein gömul mynd af þeim. Stóra systir að passa litla bróður, einu sinni sem oftar. Þessi mynd er líklega tekin sumarið (1993?) sem við fórum í ferðalag frá Tromsö og ókum niður Svíþjóð, vorum í tvær vikur í Danmörku og ókum svo upp Noreg. Þetta var heljarinnar ferðalag og gekk alveg hreint ótrúlega vel. Þau systkinin voru til fyrirmyndar allan tímann og við höfðum mjög gaman af þessari ferð öll sömul.

3 ummæli:

Kristín S. Bjarnadóttir sagði...

Innilega til hamingju með soninn! Gaman að þessari mynd af þeim systkinum:)

kk Kristín

Anna Sæm sagði...

Hjartanlega til hamingju með soninn. Ég man alltaf að ég sá þetta litla krútt fyrst í apríl (ca) 1990 í Förde. Það hefur tognað úr honum.... Ekki gaman fyrir Hrefnu að ökklabrotna. Vona að þetta grói rétt og vel!

Guðný Pálína sagði...

Takk Kristín :) Ég hef afskaplega gaman af svona gömlum myndum, þær eru algjör fjársjóður :)

Anna, já ég man nú heldur betur eftir því þegar þú komst að heimsækja okkur í Förde. Var einmitt í gær að skoða myndir frá þeirri heimsókn :)