fimmtudagur, 7. febrúar 2013

Á móti sól


Það er eitthvað andleysi að hrjá mig þessa dagana. Ekker sérstakt sem veldur, bara einhver skammdegisþreyta held ég. Heilsan hefur náttúrulega verið að stríða mér og þá er stutt í að ég falli í andlegan forarpytt. Hef samt verið að prófa nýja aðferð með sjálfa mig (sem virkar misvel). En það snýst um "self-compassion" eða því að geta horft í eigin barm og sýnt sjálfri mér skilning, í stað þess að skammast endalaust út í sjálfa mig. Tala við sjálfa mig eins og ég myndi tala við vinkonu eða einhvern sem mér er kær. Hughreysta í stað þess að rífa niður.

Þannig að í morgun þegar ég hefði átt að fara í leikfimi, en fór ekki af því ég var svo illa upplögð og þar að auki illt í maganum, þá gaf ég sjálfri mér "leyfi" til þess að hvíla mig og hugsaði sem svo að ég færi þá bara í staðinn út að ganga þegar ég hefði safnað smá orku. Sem ég og gerði. Gekk upp í næstu götu (hm eða þarnæstu eiginlega) hér fyrir ofan. Sólin skein og ég var með litlu myndavélina. Ætlaði að taka fallegar myndir en endaði eiginlega á því að taka skrítnar myndir. Og nú er ég búin að vinna eina þeirra og gera hana enn skrítnari. Eigum við ekki bara að kalla það listrænt frelsi ...

Engin ummæli: