föstudagur, 1. febrúar 2013

Fallegt vetrarveður úti

Og ég í letikasti ... hehe. Eitthvað svefnleysi að hrjá frúna. Í fyrrinótt var ég andvaka milli 3 og 5 en í nótt vaknaði ég kl. 5 og var vakandi til ca. hálf sjö. Ég reyndar bætti mér það nú upp með því að sofa til að verða hálf tíu í morgun. Síðan er ég nánast eingöngu búin að liggja í leti. En mér tókst nú samt að rölta út með myndavél einn lítinn hring í hverfinu.


Bentu í austur ...
Hm, sem sagt svona göngustíga þema í dag. Hér stend ég í Hamragerði og beini myndavélinni að göngustígnum sem liggur að Stekkjargerði.


 Bentu í vestur .... 

Og hér stend ég í Kotárgerði og beini myndavélinni upp göngustíginn sem liggur að Stekkjargerði.

Úff en nú þýðir ekki að búa í Latabæ lengur. Snögg sturta var það heillin og svo að drífa mig að sækja vörur áður en ég fer í vinnuna kl. 14.

Engin ummæli: