þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Göngu- og öndunarhugleiðsla


Eitt af því sem mér finnst gaman að gera er að vafra um netið og lesa mér til um allt mögulegt milli himins og jarðar.  Um daginn rakst ég m.a. á þennan pistil um öndunaræfingar sem hægt er að gera á gönguferðum. Með því að einbeita sér að önduninni verður maður til staðar í núinu og er ekki að hugsa streituvaldandi hugsanir um fortíð eða framtíð á meðan. Tja, eða það er a.m.k. markmiðið.

Í greininni er myndband þar sem karlmaður sýnir mismunandi öndunartækni, m.a. að anda rólega inn og telja upp að fjórum, og anda rólega út og telja upp að fjórum, á sama tíma og maður tekur átta skref í allt. Svo er önnur aðferð líka sem hann útskýrir. Ég var eitthvað að prófa þetta um daginn og aðal vandamálið var eiginlega að loftið úti var svo kalt að mér varð illt í nefinu af því að anda því að mér ;-)

Engin ummæli: