Úff, ég veit, ég flæki hlutina stundum óþarflega mikið fyrir mér, í stað þess að bara "go with the flow" og láta gossa. Mér finnst samt eiginlega, að þar sem ég er á annað borð í þessum frábæra félagsskap, þá skipti máli að vera með í þeim sýningum sem haldnar eru, svo framarlega sem einhverjir ófyrirsjáanlegir þættir hindra það ekki. Og vá hvað þetta var löng setning ...
Þetta eru þær fjórar myndir sem ég er helst að spá í, í tengslum við sýninguna.
Mér finnst þessi pínu skemmtileg, en kannski helst til drungaleg fyrir sýningu í Safnaðarheimilinu (sem er mest notað fyrir erfidrykkjur).
Ég var voða ánægð með þessa fyrst eftir að ég tók hana. Birtan er falleg og skemmtilegir skuggar.
Einu sinni var ég voða hrifin af þessari mynd, en hún er ekki alveg að gera sig hjá mér núna.
Þessi var í uppáhaldi hjá mér fyrr í haust, en mér fannst myndin sem ég var með á sýningunni í Lystigarðinum (og var líka macro mynd eins og þessi) ekki vera að koma nógu vel út.
Allar ábendingar eru vel þegnar :)
4 ummæli:
Mér finnst mynd nr 2 langbest, en þær eru samt allar mjög flottar. Ég er líka mjög skotin í fyrstu myndinni, finnst svona þokumyndir alltaf mjög flottar.
Gangi þér vel að velja.
Ekki ábending, bara pæling. Síðasta myndin er "litir", hinar þrjár eru fullar af "auka" meiningu því þær eru teknar í kirkjugarðinum. Þú þarft að ákveða hvað þú vilt "segja". Mér finnast myndirnar allar góðar, en hver á sinn hátt. (Ekkert hægt að klippa neitt af sólarmyndunum og búa til nýja mynd? ef þú er með þetta i raw?)
Já þetta er ekki einfalt mál ... Mér finnst reyndar mynd nr. 2 sýna friðsæld og ró, sem er kannski ágætlega við hæfi svona í kirkjugarði. Svo var Valur með þá pælingu að það hentaði kannski ágætlega að vera með mynd úr kirkjugarðinum á sýningu sem haldin er í Safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem all margar erfidrykkjur fara fram ...
Takk kærlega fyrir góðar pælingar, Jóhanna og Anna :)
Mér finnst sú næstefsta fallegust en sú efsta mest heillandi.
Skrifa ummæli