þriðjudagur, 29. janúar 2013

Mig langar til að skrifa eitthvað mikið og merkilegt

og langar að GERA eitthvað mikið og merkilegt - en er eiginlega hálf andlaus í augnablikinu ...

Ég fékk símtal áðan þar sem mér var tilkynnt að ég gæti látið prenta myndina mína út aftur og fengi þá prentun á 7.000 kr. Ég veit ekki hvort þetta skiptir mig það miklu máli að ég vilji eyða þeim peningi í að fá betri mynd. En ég þarf víst að ákveða mig í dag, svo það þýðir ekki að velta þessu lengi fyrir sér.

Annars er það bara áframhaldandi bókhaldsvinna og svo langar mig að halda áfram að laga til í skápum hér heima og henda/losa mig við það sem ekki kemur lengur að notum. Ég fer ekki ofan af því að þetta hefur hreinsandi áhrif og mér líður alltaf betur eftir að hafa náð að losa okkur við eitthvað af öllu því dóti sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina.

Á morgun er ég að fara til tannlæknis. Get ekki beint sagt að ég hlakki til, enda er tönnin sem hann gerði við síðast búin að vera mér til mikils ama. Líklega þarf að rótardrepa hana og vá hvað ég nenni ekki að standa í þessu.

3 ummæli:

Anna Sæm sagði...

Er búið að banna að setja amalgam í tennur á Íslandi? Þú ert allavega ekki að bæta við þig amalgami í munninn??
Það væri ábyggilega gaman fyrir þig að eiga betri útprentun af myndinni. Hvað er hún stór? Þetta er allavega falleg mynd, þegar hún er eins og þér finnst hún eigi að vera :-)

Guðný Pálína sagði...

Held að það sé nú ekki búið að banna amalgam nei. Haukur setur plastfyllingar en segir að þær séu líka eitur, bara öðru vísi eitur ... eða það vilji sumir meina.

Og já kannski ég yrði sáttari með að hafa myndina í lagi :) Hún er 90x60 á stærð.

Nafnlaus sagði...

Mikið og merkilegt; oft nægir merkilegt fremur mikið, enda magn ekki sama og gæði nema kannske á Klakanum!
HH