miðvikudagur, 3. febrúar 2010

Dugleg stelpa

Jæja, þá er mín búin að fara í ræktina í dag :) Sem er mjög ánægjulegt því eiginlega hafði ég ætlað að fara í gærmorgun, en lagði mig því miður aftur þegar Ísak var farinn í skólann og svaf til hálf tólf! Eða nærri því... Og þá átti ég eftir að borða, laga til í eldhúsinu og fara í sturtu, áður en ég fór að vinna kl. tvö. En ég gekk nú reyndar bæði í vinnuna og heim í gær, þannig að eitthvað hreyfði ég mig í gær.

Ég fór í Þrekhöllina í morgun, það er nýi staðurinn við hliðina á sundlauginni. Mér finnst ósköp heimlislegt að ganga á hlaupabrettinu og horfa yfir sundlaugina. Svo er bjartara þar inni heldur en í Átaki, eða það finnst mér að minnsta kosti. Og fólkið er meira að spjalla saman, sem ég kann vel við. Mér fannst það galli í Átaki hvað allir voru voðalega alvarlegir eitthvað í æfingasalnum - en ég fór nú ekki oft og gæti bara hafa hitt þannig á. Ég er með kort sem gildir á báða staðina, þannig að ætli ég fari ekki bara til skiptis, eða eitthvað, það kemur bara í ljós.

Í dag er ég í fríi. Sem er lúxus, ég veit það, en annan hvern miðvikudag er ég í fríi og það er bara ósköp ljúft. Nú er bara spurningin í hvað ég á að nota þennan frítíma. Þarf nú reyndar að byrja á því að fá mér að borða og svo ætla ég að prjóna eitthvað. Spurning að kíkja líka á bókasafnið. Já og svo er það tiltektin endalausa og þvotturinn. Ætli væri ekki líka þjóðráð að reyna að hitta einhverjar vinkonur (í eintölu eða fleirtölu). Hafið það gott í dag.

Engin ummæli: