Hahaha, rosalegur titill við þessa mynd, þ.e.a.s. myndin hefur ekkert með efni pistilsins að gera.
Það er mín eilífa barátta við sjálfa mig sem liggur að baki þessari fyrirsögn. Eins og flestir þá hef ég ákveðnar hugmyndir um það hvernig manneskja ég vil vera. Hins vegar tekst mér ekki nógu vel að vera þannig, að minnsta kosti ekki í heildina tekið. Og mér gengur illa að sætta mig við að vera öðruvísi en ég vil vera.
Það er mín eilífa barátta við sjálfa mig sem liggur að baki þessari fyrirsögn. Eins og flestir þá hef ég ákveðnar hugmyndir um það hvernig manneskja ég vil vera. Hins vegar tekst mér ekki nógu vel að vera þannig, að minnsta kosti ekki í heildina tekið. Og mér gengur illa að sætta mig við að vera öðruvísi en ég vil vera.
Samt eru ljósir punktar innan um. Til dæmis í tengslum við vefjagigtina, þá myndi ég segja að ég væri í raun búin að sætta mig við þann fylgifisk, en svo koma stundum dagar eins og í dag þar sem ég hef ætlað að gera svo margt en hef ekki gert neitt. Og þá verð ég svo ægilega vonsvikin yfir sjálfri mér. Sem er ekki gott. Maður á að standa við bakið á sjálfum sér.
Mig mundi líka langa til að vera duglegri og flinkari í samskiptum við annað fólk, og þá sérstaklega þá sem næst mér standa, en það reynist þrautin þyngri. Þó ég viti hvað mig langar að gera og ætti að gera, þá er ég svo föst í einhverju fari sem ég kemst ekki út úr. Æi, þetta er nú meira ruglið. En maður heldur áfram að takast á við hlutina, gigtina og allt hitt og trúir því að maður þroskist með tímanum ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli