laugardagur, 23. janúar 2010
Nýtt met í bloggskrifum...
Enn blogga ég án þess að hafa nokkuð sérstakt að segja. Það er dauðaþögn í húsinu, heyrist ekkert nema glamrið í lyklaborðinu... hehe, eða þannig. Þá hringdi síminn, þetta var nú eiginlega pínu fyndið. En sem sagt, Andri er hjá Sunnevu, Ísak gisti hjá vini sínum, Valur er í Bónus og kettirnir sofa. Gerist ekki rólegra hér heima. Ég er að peppa mig upp í aðgerðir dagsins, sem felast að mestu leyti í geymslutiltekt. Ætli ég byrji ekki á því að fara í útigeymsluna og bjarga því sem mér finnst að eigi ekki að fara á haugana. Svo þarf að bera alls kyns dót út í bílskúr og einnig þarf að taka allt spýtnadótið sem liggur á gólfinu og fara með á haugana (held ég). Nú læt ég þetta hljóma eins og ég ætli alveg að klára mig á þessu en ætli ég verði ekki skynsöm og geri bara pínu. Á eitt stk. eiginmann sem er á við marga menn og þegar hann er í ham þá vinnast verkin hratt og örugglega. Og já, ætli sé ekki best að koma sér í einhverja leppa svo hægt sé að hefjast handa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli