- Er með móral yfir því að hafa ekki farið í vinnuna.
- Er samt ekki vinnuhæf.
- Að drepast úr "beinverkjum" sem ná frá hnakka niður í rófu.
- Illt í augunum.
- Þung yfir höfðinu og sljó.
- Og svooo slöpp eitthvað.
Ég er í raun búin að vera svona skrítin frá því seinni partinn á föstudaginn, en ég reyndi að harka af mér framan af. Svo eftir að hafa verið aðeins að vinna í geymslunni á laugardaginn fékk ég heimsókn og þá fann ég að ég var orðin verulega skrítin, en reyndi þó að halda haus á meðan konan var hjá mér. Það versta er að ég er með svo mikinn hálsríg eða verki í hnakkanum og í augunum, þannig að ég get eiginlega hvorki verið í tölvu, né lesið eða prjónað. Og ekki get ég lagað til eða eitthvað í þeim dúr, því ég er svo máttlaus eitthvað. Þannig að mér hundleiðist! Og nú er ég ekkert skárri en litlu börnin sem kvarta yfir leiðindum í veikindum. Þannig að ætli sé ekki best að hætta þessu væli, núna þegar ég er búin að fá þessa útrás.
Valur er í fríi í dag og er byrjaður að moka mold út úr geymslunni. Jarðvegurinn þarna inni er orðinn svo niðurþjappaður eftir áratuga vist, að það þarf höggbor til að losa hann sundur. En sem betur fer fékk Valur aðstoðarmenn núna áðan. Þeir Andri og Erlingur eru mættir á svæðið og moka nú með honum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli