miðvikudagur, 1. október 2008

Kominn tími fyrir vetrar"gírinn"

Einn vinur okkar hefur þann sið að tala alltaf um gír þegar hann er að tala um útbúnað. Einhverra hluta vegna festist þessi enskusletta í höfðinu á mér og birtist nú hér. En sem sagt, með vetrarútbúnaði á ég ekki við vetrardekk á bílinn, heldur vetrarútbúnaðinn í svefnherberginu. Það er farið að vera svo kalt í svefnherberginu á kvöldin að ég er einn frostklumpur þegar ég er lögst upp í rúm. Þannig að nú er kominn tími til að taka fram vetrarsængina (sem er 2.20 á lengd), náttbuxurnar, ullarsokkana og hitapokann. Svo styttist í að nauðsynlegt verði að sækja dagsbirtulampann út í geymslu þannig að skammdegismyrkrið fari ekki eins illa í mig. Þetta er sem sagt vetrargírinn minn. Í framhjáhlaupi má þess geta að bíllinn er reyndar komin á vetrardekkin, ekki veitir af miðað við tíðafarið núna. Verst að vetrardekk hjálpa ekkert uppá tíðafarið í fjármálaheiminum...

Engin ummæli: