sunnudagur, 12. október 2008

Þá er ég búin að fá úr því skorið

að mér finnast bókhveitipönnukökur ekki góðar. Mig langaði að prófa að baka svoleiðis því þær eru glútenlausar og ég er jú í 2ja vikna glútenlausu prógrammi. En sem sagt, þetta urðu hálfgerð vonbrigði. Aðallega þá eru þær ótrúlega þurrar á bragðið. Það kom mér reyndar á óvart um daginn hvað glútenlausa brauðið var bragðgott. Reyndar þarf að geyma það í frysti og taka bara út það magn sem maður ætlar að borða því það þornar annars fljótt. Valur var reyndar búinn að vera úti að klippa tré og runna í ca. 3 klt. og hafði því góða lyst á pönnukökunum með sultu og rjóma. Þannig að það var nú ágætt. Líka góð tilbreyting að ég geri eitthvað matarkyns fyrir hann svona einu sinni ;-)

Engin ummæli: