Annars er ég heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og kann því bara nokkuð vel. Fínt að byrja daginn á því að synda og koma svo heim aftur og fá sér morgunmat og lesa blöðin í rólegheitum. Taka úr uppþvottavélinni, ryksuga, þvo þvott og gera önnur tilfallandi húsverk. Enda hefur húsið sjaldan verið svona fínt hjá mér... Ég er nefnilega ekki beint þessi týpa sem er með allt strokið og hreint alla daga, þannig að þetta er ágætist tilbreyting ;-)
miðvikudagur, 6. september 2006
Það er eiginlega stórskrýtið
hvernig ég dett í og úr stuði til að blogga. En ég er sem sagt á lífi ennþá, kvennaklúbburinn gekk vel og svo fór helgin síðasta mestmegnis í að halda áfram að taka til og henda hlutum. Nú er ég að verða búin að fara í gegnum öll herbergi í húsinu og grynnka á þessu endalausa dóti sem vill safnast fyrir í krókum og kimum, engum til gagns. Valur er líka búinn að taka bílskúrinn í gegn og nú á ég bara eftir geymsluna undir stiganum, þá er þetta komið.
Annars er ég heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og kann því bara nokkuð vel. Fínt að byrja daginn á því að synda og koma svo heim aftur og fá sér morgunmat og lesa blöðin í rólegheitum. Taka úr uppþvottavélinni, ryksuga, þvo þvott og gera önnur tilfallandi húsverk. Enda hefur húsið sjaldan verið svona fínt hjá mér... Ég er nefnilega ekki beint þessi týpa sem er með allt strokið og hreint alla daga, þannig að þetta er ágætist tilbreyting ;-)
Annars er ég heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og kann því bara nokkuð vel. Fínt að byrja daginn á því að synda og koma svo heim aftur og fá sér morgunmat og lesa blöðin í rólegheitum. Taka úr uppþvottavélinni, ryksuga, þvo þvott og gera önnur tilfallandi húsverk. Enda hefur húsið sjaldan verið svona fínt hjá mér... Ég er nefnilega ekki beint þessi týpa sem er með allt strokið og hreint alla daga, þannig að þetta er ágætist tilbreyting ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli