Er búin að vera svo þegjandi hás síðan í gær að ég get ekki haldið uppi eðlilegum samræðum við fólk. Veit ekki hvort þetta er einhver ábending til mín um að tala minna yfirhöfuð, en mikið óskaplega sem þetta er þreytandi ástand. Var t.d. áðan í klippingu og litun og átti í mestu erfiðleikum með að gera mig skiljanlega við hárgreiðslukonuna. Sem er reyndar vinkona mín og mér þótti enn verra að geta ekki spjallað almennilega við hana. Að svara í símann er hreinasta hörmung og hið sama má segja um að bjóða góðan daginn í verslunum. Ef ég fer í Pollýönnuleik þá dettur mér helst í hug að ég megi vera heppin að vera ekki í vinnu þessa dagana. Það hefði t.d. ekki verið gaman að vera að kenna undir þessum kringumstæðum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli