Á morgun stendur ferð til Reykjavíkur fyrir dyrum. Ég er búin að setja persónulegt met, ég sem fer nánast aldrei suður er að fara mína þriðju ferð síðan í byrjun ágúst!
þriðjudagur, 19. september 2006
80 skinkusnúðar
eru afrakstur nokkurra klukkutíma vinnu. Mér líður alla vega eins og ég hafi staðið hálfan daginn í eldhúsinu... Hef ekki bakað skinkusnúða í nokkur ár en dreif í því í dag vegna þess að mér leiddist. Önnur ástæða var sú að Ísak bað mig um að baka svona snúða fyrir einhverjum vikum eða mánuðum síðan (já framtakssemin er mikil á þessu heimili). Og eins og sannri húsmóður sæmir ákvað ég að gera tvöfalda uppskrift, án þess að spá mikið meira í það. Var ekki alveg viðbúin þeirri viðveru við eldhúsbekkinn sem þetta krafðist - en hafði svo sem ekki mikið annað að gera svo þetta slapp nú allt saman.
Á morgun stendur ferð til Reykjavíkur fyrir dyrum. Ég er búin að setja persónulegt met, ég sem fer nánast aldrei suður er að fara mína þriðju ferð síðan í byrjun ágúst!
Á morgun stendur ferð til Reykjavíkur fyrir dyrum. Ég er búin að setja persónulegt met, ég sem fer nánast aldrei suður er að fara mína þriðju ferð síðan í byrjun ágúst!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli