sunnudagur, 1. maí 2005

Eins og glöggir lesendur

síðunnar hafa vafalaust tekið eftir þá hef ég einhvern veginn ekki verið í blogg-gírnum undanfarið. Veit ekki sjálf hvað veldur - en nú skal gerð tilraun til að ráða bót á málinu...

Helgin hefur verið nokkuð viðburðarík, við fórum út að borða á Friðrik V. í gærkvöldi og í fyrrakvöld var árshátíð/vorfagnaður starfsfólks háskólans. Þar bar hæst Idol keppni milli deilda og verð ég að segja að rektor stóð sig sérlega vel í dómnefndinni. Eftir matinn lék síðan HA-bandið undir dansi en allir meðlimir hljómsveitarinnar (nema einn) eru starfsfólk háskólans.

Annars ber það helst til tíðinda að uppáhaldsdóttirin (svo enginn haldi að ég sé að gera upp á milli barnanna minna þá upplýsist hér með að hún er jafnframt eina dóttirin) er byrjuð að blogga og verður spennandi að fylgjast með því hvað hún tekur sér fyrir hendur á ritvellinum. Hennar helsta vandamál í lífinu er að hún veit ekki hvað hún á að læra og er það vandamál ekki alveg óþekkt hjá mömmu hennar heldur!

Engin ummæli: