sunnudagur, 8. maí 2005

Hef loksins uppgötvað

áhrif endorfíns á líkamann og er nú haldin ólæknandi endorfín-fíkn. Þetta byrjaði allt fyrir nokkru síðan þegar ég var að drepast úr verkjum í skrokknum og neyddi sjálfa mig til að fara út í langa gönguferð. Áttaði mig á því þegar ég kom heim að verkjastillandi áhrif endorfínsins dugðu í nærri 3 tíma, vá þvílík uppgötvun! Hef síðan reynt að hreyfa mig markvisst tvisvar á dag: Á morgnana fer ég annað hvort í sund eða leikfimi og seinnipartinn fer ég út að ganga. Breyti reyndar eitthvað röðinni á þessu um helgar en svona er þetta í grófum dráttum. Stundum þarf ég reyndar að sparka í rassinn á mér til að hafa mig af stað en yfirleitt langar mig út. Er meira að segja öll að færa mig upp á skaftið, farin að ganga lengra og hraðar og dró t.d. Val með mér upp í Fálkafell í síðustu viku og blés varla úr nös (hm, verst að hann les þetta - kannski aðeins ýkt hjá mér....). Hann varð svo uppveðraður af þessari nýju þolmiklu eiginkonu að hann fór að dreyma um gönguferð í Glerárdal með viðkomu á Kerlingu í sumar. Það sakar ekki að láta sig dreyma ;-)

Engin ummæli: