þriðjudagur, 26. apríl 2005

Hef velt vöngum

yfir ýmsum málum í dag. Launamálum meðal annars en seint verður sagt að stundakennarar hafi há laun, þ.e.a.s. að minnsta kosti ekki ef kennslan er þeirra aðal starf. En - betri er einn fugl í hendi en margir í skógi... Sem sagt það er betra að hafa vinnu þó illa launuð sé en að hafa enga vinnu!

Er farin að hlakka til laugardags en þá förum við kvennaklúbbssystur ásamt mökum út að borða á Friðrik fimmta. Tilefnið er að vísu frekar sorglegt, ein okkar er að flytja til höfuðborgarinnar nú í vor og á að kveðja þau hjónin formlega á laugardagskvöldið. Friðrik kokkur ætlar að setja saman matseðil handa okkur eins og honum einum er lagið og það verður spennandi að sjá hvað við fáum að borða. En talandi um flutninga suður, þá finnst manni einhvern veginn eins og bókstaflega hálfur bærinn sé á suðurleið þessa dagana. Hvernig endar þetta eiginlega? Er enginn á leiðinni norður?

Engin ummæli: