fimmtudagur, 13. september 2012

Mín frábæra systir á afmæli í dag

og eins og venjulega við svipuð tilefni, þá verð ég pínu ponsu sorgmædd yfir því að það skuli ekki vera styttra á milli okkar systranna, svona landfræðilega séð. Að öðru leyti er engin ástæða til þess að vera leið þegar ég hugsa til Önnu, því betri systur er ekki hægt að hugsa sér.

Í tilefni dagsins birti ég mynd af okkur systrum, sem tekin var á Hofsósi í sumar þegar Anna kom í stutta heimsókn til landsins. Þá fórum við systur + Valur í smá dagsferð saman. Fyrst á Siglufjörð og síðan á Hofsós. Þar fórum við m.a. í sund og borðuðum svo nestið okkar úti á þessum græna grasbala, með útsýni yfir sjóinn, í þvílíka dásemdarveðrinu.


Ég er svona krumpuð í framan vegna þess að a) sólin skein og b) ég var með munninn fullan af mat...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætti að vera søstrene en ekki +V, þar sem hann er orðinn hálfgerð kellíng.

Anna Sæm sagði...

Takk fyrir falleg orð, elsku systir mín :-)
Þetta var góð ferð hjá okkur þremur!!