laugardagur, 5. desember 2009

Er í nostalgíu kasti...

Já það datt í mig að það væri fullt af börnum sem þyrftu örugglega frekar á barnafötum að halda, heldur en kassinn sem hefur geymt þau undanfarin 15 ár eða svo. Þannig að ég fékk Val til að sækja kassann niður í geymslu og er nú að fara í gegnum ungbarnaföt og barnaföt frá Hrefnu til Ísaks. Reyndar eru þarna inn á milli gullmolar sem mamma saumaði á okkur systkinin og þeir munu ekki fara neitt. Og málið er að mér reynist það mun erfiðara en ég reiknaði með að losa mig við þessi barnaföt. Það eru svo miklar minningar tengdar þeim og þegar ég horfi á fötin man ég hvað það var gott að knúsa yndislegu börnin mín þegar þau voru lítil. Það er reyndar ennþá gott að knúsa þau, bara öðruvísi gott ;-) Þannig að einhverju mun ég nú halda eftir, fyrir nostalgíuna.

Engin ummæli: