Annars er ég á svo miklum yfirsnúningi þessa dagana að það hálfa væri nóg. Byrjaði líklega af því það er svo mikið að gera í vinnuni - og svo er bara hausinn á mér stanslaust á fullu og restin af mér sömuleiðis. Ég næ ekki að slappa af þegar ég er komin upp í rúm á kvöldin og iða bókstaflega í skinninu að vera að gera eitthvað annað en liggja í rúminu. Samt er ég drulluþreytt (afsakið orðbragðið). Svo var ég vöknuð klukkan sjö í morgun, en það var þó skárra en að vera vöknuð klukkan sex eins og Valur. Það var reyndar ágætt að vera vöknuð snemma því ég þurfti að fara að sækja Ísak í skólann. Árgangurinn hans fékk að gista þar í nótt, sem umbun fyrir góða hegðun. Ætli "gista" sé þó ekki orðum aukið því ég efast um að það hafi verið mikið sofið.
En nú ætla ég að klára að taka mig til og fara svo í jólagjafaleiðangur í Potta og prik... já og einhverjar aðrar verslanir ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli