fimmtudagur, 3. desember 2009
Alltof margir valkostir svona snemma á morgnana
Það er að segja, þegar er ekki vinna hjá mér fyrr en kl. tvö eins og í dag. Nú er það spurningin, á ég að fara í sund, í ræktina, leggja mig aftur, eða fara í bókhaldið? Ef ég fer ekki að drífa mig af stað er nokkuð ljóst að ég mun ekki nenna í sund. Verð nefnilega að fara fyrir átta og hitta allt venjulega fólkið og svoleiðis. Ein ástæða fyrir því að ég nenni ekki í ræktina á þessum tíma er myrkrið. Það eru svo risastórir gluggar á húsinu og maður starir beint út í myrkrið af hlaupabrettinu (sem ég nota til að ganga á því ekki hleyp ég). Svo langar mig að leggja mig því mér gekk svo illa að sofna í gær og var vöknuð kl. hálf sjö í morgun. Ég lá nú reyndar lengur í rúminu en það væri gáfulegt að reyna að sofna aðeins aftur og safna kröftum fyrir vinnuna í dag. En það væri líka gáfulegt að taka smá skorpu í bókhaldinu svo ég þurfi ekki að stressa mig yfir því um helgina þegar ég á frí. Oh, ég get ekki ákveðið mig. Kannski ég vinni í bókhaldinu í rúman klukkutíma og reyni þá að leggja mig. Já, ég geri það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli