sunnudagur, 2. desember 2007

Annað blogg fyrir Hrefnu ...

Já, það þarf víst ekki mikla glöggskyggni til að sjá að ég er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana. Andinn einhvern veginn ekki yfir mér. Þannig að þetta verður bara svona í punktaformi:

- Við Valur og Ísak skárum út + bökuðum laufabrauð ásamt Sunnu, Kidda og börnum á föstudagseftirmiðdag, og gekk það bæði hratt og vel fyrir sig. Á sama tíma var Andri að skemmta sér á árshátíð MA.

- Svo hjálpuðumst við Valur að við að þvo glugga í eldhúsi og stofu á laugardaginn og hengdum upp jólagardínur og jólaljós í gluggana í stofunni. Mér leið strax betur að því loknu og fannst ég ekki jafn léleg húsmóðir og áður.

- Það hefur verið nóg að gera í vinnunni að undanförnu og greinilegt að fleiri leggja leið sína í Potta og prik heldur en fyrir ári síðan, sem er afar jákvætt og skemmtilegt.

- Leiðinda kvefpesti hefur verið að angra heimilisfólk hér undanfarið, fyrst var ég veik, svo Valur og loks Andri. Svo hafa magaverkir verið að herja á karlpeninginn en ég hef sloppið við þá, sem betur fer.

- Kettirnir hafa sloppið við veikindi og sofa stóran hluta sólarhringsins, eins og þeirra er vani á þessum árstíma.

- Ég er að reyna að bæta þolið með því að synda spretti í morgunsundinu, með þeim árangri að tveir karlmenn hafa talað um það að þeir vildu ekki etja kappi við mig í lauginni (hehe) því ég fari svo hratt... Ég segi þeim að ég sé bara svona hraðskreið með blöðkurnar en finnst hólið ekki slæmt ;-)

Engin ummæli: