laugardagur, 14. apríl 2007

Er ekki alveg komin í blogg-gírinn

eftir Danmerkurferðina en það hlýtur að fara að koma. Fyrst var ég hálfan dag Köben með dótturinni, svo kom Anna systir frá Osló og var með okkur Hrefnu í tvo daga. Og loks fórum við Hrefna til Jótlands að heimsækja Palla bróður og hans fjölskyldu. Þannig að ég sló margar flugur í einu höggi :-) Þetta var afar ljúf ferð og gaman að hitta fólkið sitt. Að sjálfsögðu kíktum við aðeins í búðir og svo vorum við líka í túristaleik.

Heima beið eftir mér páskaegg frá strákunum og það var nú eiginlega hálf fyndið því ég keypti líka páskaegg með handgerðu lúxussúkkulaði handa Val og færði honum. Nú fær hann sér espresso kaffibolla á hverju kvöldi og borðar einn súkkulaðimola með. Finnst það ekki slæmt.

Ég sjálf hef borðað alltof mikið sælgæti og kolvetni síðan um jól og nú er mál að linni. Það er bara alveg hræðilega erfitt að taka upp betri siði, þvílík er sætindafíknin. Vona að þetta komi nú allt með hækkandi sól.

Engin ummæli: