Mikið sem mér finnst það skemmtilegur vani hjá konunum (kannski alveg eins hjá köllunum, veit það bara ekki) sem mæta reglulega í Sundlaug Akureyrar að bjóða góðan daginn. Það er svo vinalegt eitthvað, Góðan daginn + bros sem nær til augnanna, hvað vill maður hafa það betra.
Mikið sem ég er fegin að vera að hressast af pestinni sem var að hrjá mig í vikutíma.
Mikið sem er leiðinlegt að frétta að vinafólk sé að flytja á brott.
Mikið sem það er spennandi að vita hvernig rétturinn sem ég ætla að elda í kvöld tekst til hjá mér - hjálparvana eiginkonu "eldhús-snillings".
Mikið sem þau Birta og Máni eru brjáluð í harðfisk.
Mikið sem það er gaman þegar Hrefna mín er í góðu skapi.
Mikið sem ég á duglegan mann.
Mikið sem ég er löt akkúrat í augnablikinu - og ég er mikið að spá í að leggjast upp í sófa og lesa "Alt for damerne"
Mikið sem ég er búin að ofnota orðið mikið núna...
Það má mikið vera ef nokkur nennir að lesa þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli