miðvikudagur, 4. janúar 2006

Ég sá

á blogginu hennar Betu að hægt væri að gera góð kaup á útsölunum í Reykjavík - og ákvað að skella mér bara suður í örlítið húsmæðraorlof. Fæ gistingu á "Hótel Álfheimum" eins og Rósa kallar það svo skemmtilega og verð í tvær nætur. Ætti að geta tekið út helstu pjötlubúðirnar á þeim tíma (þ.e.a.s. á daginnn, ekki nóttunni eins og það hljómaði kannski ;-) Eini gallinn er sá að þegar maður kemur svona sjaldan suður þá veit maður ekki hvar er best að versla - eða öllu heldur, hvar fást helst föt sem ég fíla. Ég fór í tvígang í Next í Kringlunni og fékk eitthvað á mig þar í bæði skiptin. Þá varð ég pottþétt á því að þarna hefði ég nú fundið búð fyrir mig. En nei, í síðustu þrjú skiptin sem ég hef farið þangað hef ég ekki fundið neitt (hm, eða eiginlega ekki neitt, mundi allt í einu eftir bol sem ég keypti þar í sumar...). Eins fann ég einu sinni heilan helling sem ég gat hugsað mér að kaupa í Debenhams en svo þegar ég fór þangað síðast þá fann ég með herkjum eina peysu! Þannig að þetta eru fallvölt vísindi og spurning hvaða búð ég á að prófa næst. Einhverjar uppástungur?

Engin ummæli: