En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra þá get ég glaðst yfir því hvað gengur vel hjá börnunum okkar í skóla. Hrefna rúllaði prófunum sínum í háskólanum upp eins og hennar var von og vísa og í lögboðnum foreldraviðtölum í Lundarskóla í gær kom í ljós að strákarnir eru aldeilis að gera það gott líka. Virkilega ánægjulegt ;-)
miðvikudagur, 18. janúar 2006
Ég get eiginlega ekki sleppt því að vorkenna sjálfri mér örlítið
á þessum vettvangi. Þannig er mál með vexti að ég er að kenna áfanga í markaðsfræði í þriðja sinn núna. Síðustu tvö skiptin hefur verið sama útgáfa kennslubókarinnar og eftir að hafa farið í gegnum efnið tvisvar var ég komin með góðan glærupakka og það hefði verið virkilega gaman að kenna sama efnið í þriðja sinn og ekki þurfa að hafa eins mikið fyrir þessu. Getað dúllað mér við að finna íslensk dæmi um efnið sem fjallað er um hverju sinni og lagt meiri áherslu á ítarefni. En ónei, ekki var það svo gott. Nú er komin ný útgáfa kennslubókarinnar og nýr meðhöfundur og þeir hafa stokkað efnið svo rækilega upp + komið með töluvert af nýju efni að það er engin hætta á því að ég slappi mikið af þessa síðustu önn mína í kennslu. Sem er náttúrulega allt í lagi þannig séð (mér leiðist þá ekki á meðan), en þar sem stundakennarar eru ekki sérlega vel launaðir þá er þetta í ofanálag meira og minna góðgerðastarf sem maður stundar...
En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra þá get ég glaðst yfir því hvað gengur vel hjá börnunum okkar í skóla. Hrefna rúllaði prófunum sínum í háskólanum upp eins og hennar var von og vísa og í lögboðnum foreldraviðtölum í Lundarskóla í gær kom í ljós að strákarnir eru aldeilis að gera það gott líka. Virkilega ánægjulegt ;-)
En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra þá get ég glaðst yfir því hvað gengur vel hjá börnunum okkar í skóla. Hrefna rúllaði prófunum sínum í háskólanum upp eins og hennar var von og vísa og í lögboðnum foreldraviðtölum í Lundarskóla í gær kom í ljós að strákarnir eru aldeilis að gera það gott líka. Virkilega ánægjulegt ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli