fimmtudagur, 12. janúar 2006

Er að drepast úr einhverjum pirringi og eirðarleysi

og nenni engu, sem er dæmigert í svona ástandi. Hefði haft gott af því að fara út að ganga í dag - en nennti því ekki. Nenni ekki heldur að fara yfir próf sem ég tók með mér heim, nenni ekki að vinna verkefni sem bíður mín í tölvunni, nenni ekki að greiða reikninga í netbankanum, nenni ekki að gera neitt af viti - og nenni ekki heldur að setjast í sófann með tímaritin sem ég tók á bókasafninu áðan...

Til að kóróna ástandið er ég þar að auki að reyna að minnka hjá mér neyslu kolvetna en það eina sem ég hef borðað í dag er brauð, kex, afgangur af randalínu frá jólunum og nammi (líka afgangur frá jólunum). Sem sagt kolvetni og aftur kolvetni! Nei annars, rétt skal vera rétt, ég er líka búin að borða 6 gulrætur ;-) Enn meiri kolvetni bíða mín á eftir því kvöldmaturinn að þessu sinni verður í boði Dominos...

Það styttist í að ég þurfi að sækja Andra á handboltaæfingu, Val í vinnuna, Ísak á fótboltaæfingu og pítsuna - gott að ná þessu öllu í einni hringferð um bæinn! Sem sagt, best að hætta þessu væli og fara að leggja á borð svo allt verði klárt þegar fjölskyldan kemur banhungruð heim.

Engin ummæli: