Eitt skil ég þó engan veginn. Af hverju þurfa íslenskar konur að úða heilu ilmvatnsglasi á sig í hvert sinn sem þær fara á mannamót?
miðvikudagur, 4. janúar 2006
Ég steingleymdi að segja frá því
að ég fór í leikhús um daginn með Rósu vinkonu minni. Hún býr í Reykjavík (ásamt meginþorra landsmanna) en var að heimsækja æskustöðvarnar/foreldra sína um jólin. Einhvern tímann höfðum við verið að spjalla saman á msn og ég að kvarta undan því að gera aldrei neitt nema vinna, borða og sofa (og synda..) þegar hún tók mig á orðinu og spurði hvort ég kæmi ekki með sér í leikhús á milli jóla og nýárs. Ég "gat því ekki annað" en sagt já og þann 29. des. fórum við að sjá Fullkomið brúðkaup hjá Leikfélagi Akureyrar - en mér skilst að troðfullt hafi verið á allar sýningar á þessu leikriti og þurft að bæta við fjölmörgum aukasýningum. Ég fór nú samt hálf skeptísk í leikhúsið, hef lent í því áður að hlægja sama og ekkert að leikritum sem öðrum finnast hrikalega fyndin (sbr. Hellisbúinn) en sýningin var varla byrjuð þegar ég var byrjuð að brosa út í annað og svo hló ég og hló og hafði virkilega gaman af þessu. Að sjálfsögðu var þetta einn heljarinnar farsi og gekk út á mikinn ofleik hjá leikurunum en gaman samt. Ein leikkonan skar sig þó úr og lék áberandi best að mínu mati en það var Maríanna Clara Lúthersdóttir sem lék herbergisþernu. Öll hennar svipbrigði og fas minntu einna helst á trúð og ég fór að hlægja í hvert sinn sem hún kom fram í einhverju atriði.
Eitt skil ég þó engan veginn. Af hverju þurfa íslenskar konur að úða heilu ilmvatnsglasi á sig í hvert sinn sem þær fara á mannamót?
Eitt skil ég þó engan veginn. Af hverju þurfa íslenskar konur að úða heilu ilmvatnsglasi á sig í hvert sinn sem þær fara á mannamót?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli