sunnudagur, 11. desember 2005
Við vorum í veislu á föstudagskvöldið
hjá hjónum sem voru að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmælið sitt. Þau höfðu reyndar ekki sagt neinum fyrir fram hvert tilefnið væri en létu það uppi í veislunni. Það athyglisverða við þetta er að hjónin eru indversk og þau sáu hvort annað í fyrsta sinn 30. nóvember og giftust þann 5. desember. Brúðurin hafði ekki einu sinni séð mynd af væntanlegum brúðguma sínum áður en þau hittust og nánast strax eftir brúðkaupið flugu þau til Íslands, í myrkrið, kuldann og snjóinn. Við höfum náttúrulega engar forsendur til að skilja aðra menningarheima og hér áður fyrr tíðkaðist það víst að ungu brúðhjónin sáust í allra fyrsta sinn í brúðkaupinu sjálfu. En það varð mér hins vegar mikið umhugsunarefni hvað hún hefur verið hugrökk, ekki aðeins að giftast manni sem hún þekkti ekki neitt, heldur einnig að flytja með honum nánast hinum megin á hnöttinn og takast á við líf í nýju landi langt í burtu frá ættingjum og vinum. Hún var heimavinnandi lengst framan af og mér finnst í raun ótrúlegt hvað hún og þau bæði reyndar hafa aðlagast íslensku samfélagi fullkomlega, t.d. tala þau nánast óaðfinnanlega íslensku. Já, það er ekki hægt annað hægt en bera virðingu fyrir svona fólki ;o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli