föstudagur, 2. desember 2005

Dóra á móti kom færandi hendi í dag

með nýbakaðar kleinur og soðið brauð með kúmeni sem þau hjónin höfðu verið að baka. Mikið sem það er nú gott að eiga svona góða granna ;o) Í þessu sambandi rifjuðust upp fyrir mér æskuminningar um að hafa fengið nákvæmlega sama bakkelsi í gamla daga þegar ég var í heimsókn hjá henni Rósu vinkonu minni (sem er dóttir hennar Dóru svo þetta sé nú allt á hreinu). Líka man ég eftir því að hafa borðað ristað fransbrauð með rabarbarasultu á sama stað... Já, það er ekki síður gott að eiga góðar minningar en góða granna ;o)

Engin ummæli: