miðvikudagur, 7. desember 2005

Fór í sund í morgun í frostinu

en það er einhvern veginn mun kaldara úti heldur en hitastigið segir til um. Það er svo mikill raki í loftinu og hann gerir það að verkum að 7 stiga frostið virkar frekar eins og 17 stiga frost...jæja nú ýki ég kannski aðeins... en það er a.m.k. freistandi að standa bara áfram undir sturtunni og sleppa því að fara í laugina. En ég er náttúrulega gallhörð og læt mig hafa það ;o) Nema hvað, þegar ég kom uppúr sá ég að ég hafði gleymt snyrtiveskinu heima og það þýðir bara eitt: ég þarf að fara heim og "setja á mig andlitið" því ekki fer ég "andlitslaus" í vinnuna. Já, það er ótrúlegt hvað við kvenfólkið (eða sumar okkar öllu heldur) erum orðnar háðar meiki, varalit og maskara... Sem betur fer í þessu tilviki, því þegar ég kom heim þá sá ég að útihurðin var opin og var orðið býsna kalt í forstofunni og eldhúsinu. Ísak minn hefur greinilega ekki lokað hurðinni nógu vel og blaðberanum hefur augljóslega ekki dottið í hug heldur að loka en hafði stungið Fréttablaðinu inn um opnar dyrnar í staðinn. Þannig að þegar öllu var á botninn hvolft þá var það aldeilis heppilegt að ég skyldi gleyma snyrtiveskinu heima í dag ;o)

Engin ummæli: