föstudagur, 30. desember 2005

Það er orðið ansi stutt eftir af árinu,

einn sólarhringur eða svo. Og hvort sem það er vegna þessara tímamóta eða einhvers annars þá er höfuðið á mér fullt af alls kyns pælingum. Ég þarf m.a. að finna mér nýja vinnu á árinu því ég hef ákveðið að hætta því sem ég er að gera í dag - og þá byrjar víst fjörið... Ætli sé ekki bara best að hugsa sem minnst, bara "go with the flow" og treysta því að mín bíði eitthvað spennandi ;-) Stundum finnst mér það ansi hart að vera komin yfir fertugt og vera ekki ennþá búin að finna minn sess, minn stað í lífinu, a.m.k. hvað atvinnu snertir en það þýðir víst lítið að ergja sig yfir því. Punktur og basta.

Engin ummæli: