Á laugardeginum var heimsókn í VMA og svo ratleikur - hjá þeim hinum - ég var heima að hvíla mig. Um kvöldið var síðan matur, söngur, skemmtiatriði, myndataka og dans í húsi Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi. Það gekk bara nokkuð vel hjá mér að þola hávaðann svona framan af og þetta var í alla staði afskaplega vel heppnað. Ég meira að segja dansaði í smá stund en um hálf tólf leytið var hins vegar úthaldið búið og ég var komin heim um miðnættið.
Gærdagurinn fór svo að langmestu leyti í hvíld en við Valur fórum samt einn rúnt fram í fjörð. Ókum lengri hringinn og tókum nokkrar myndir. Þessi hér er tekin við þjóðveginn, fyrir neðan Kristnes (þó Kristnes sjáist nú reyndar ekki á myndinni). Allt á kafi í vatni eins og sjá má.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli