laugardagur, 24. nóvember 2012

Sigurður systursonur minn á afmæli í dag


og af því tilefni hefur mér verið töluvert hugsað til hans í dag. Sigurður býr í Noregi svo við hittumst því miður ekki oft, en þegar hann var yngri kom hann árlega til Íslands. Fyrst með mömmu sinni en síðar (í nokkur sumur) einn. Það var voða gaman að fá hann og þeir Ísak voru alltaf svo góðir félagar.

Í einhverju nostalgíukasti fór ég að skoða gamlar myndir í dag og leitaði að myndum þar sem Sigurður kæmi við sögu. Fann meðal annars þessa hér, sem sýnir þá frændur að leika sér úti í garði. Líklega árið 2005 eða 2006. Valur tók myndina af þeim, enda mun duglegri en ég að taka myndir af atburðum í daglega lífinu. Sigurður til vinstri og Ísak til hægri.

Svo hringdi ég til Noregs og spjallaði við afmælisbarnið í kvöld. Hann er ótrúlega seigur að tala íslenskuna, þrátt fyrir að hafa alist upp í norskumælandi umhverfi og aðeins verið hér á landi í eina til tvær vikur á ári.

Engin ummæli: