sunnudagur, 14. ágúst 2011

Sólin farin :-(

Já ég hef heldur betur notið þess að hafa þetta góða veður undanfarnar vikur, og því er fallið hátt að vakna við gráan himin, rigningu og norðanátt. Ég held raunar að það rigni ekki í augnablikinu, en ég sakna sólarinnar... Er til dæmis ekki að nenna í sund núna, í þessu veðri, hehe eins og veðrið sé eitthvað rosalega slæmt ;)

Kosturinn við veðrið (eða skort á sól) er sá að þá er maður löglega afsakaður til að vera inni og slappa af. Tja, kannski ekki þetta síðarnefnda, en ég er í þörf fyrir að hvíla mig og það er svo sem ágætt að geta gert það án þess að vera í stresskasti yfir því að vera að missa af góðu veðri úti. Ef ég væri í stuði, þá vantar nú aldeilis ekki verkefnin sem ég gæti unnið í hér innanhúss, en mér sýnist að það verði nú lítil framkvæmdagleði í dag. Kemur í ljós, kannski lifnar eitthvað yfir mér þegar líður á daginn.

Engin ummæli: