mánudagur, 22. ágúst 2011

Guðný kleyfhugi

Ljósmyndasýningin nálgast. Berglind hringdi í dag og sagðist hafa verið að koma að sunnan með myndirnar útprentaðar og ég skyldi koma og kíkja. Við vorum flestar þarna, og það var voða gaman að sjá myndirnar svona stórar og flottar. Það kemur samt alltaf upp einhver undarleg tilfinning hjá mér þegar ég sé myndirnar mínar útprentaðar. Þó ég viti að þetta sé ágætt, svoleiðis, þá finnst mér á einhvern hátt afskaplega óþægilegt að hafa mínar myndir til sýnis. Svo núna langar mig mest til að vera einhvers staðar langt í burtu þegar sýningin verður sett upp... sem er ástæðan fyrir því að Valur kallar mig kleyfhuga í ljósmynduninni...

Engin ummæli: