Svo þvoði Valur stofugluggana og setti jólaljósakransa þar (já ég veit, ég er búin að segja það áður) og líklega mun ég reyna að fá einhvern annan en mig til að þvo eldhúsinnréttinguna. Nú, svo mætti þjálfa Ísak upp í að baka smákökur...
Annars er ég að fara í bókhaldið í þessum skrifuðu orðum - en það er alveg makalaust hvað er erfitt að koma sér að því verki. Ekki vegna þess að það sé svo leiðinlegt, þetta er bara verk sem þarf að vinna, svona eins og þurrka af ryk eða eitthvað þvíumlíkt. En engu að síður er alveg ótrúlega erfitt að koma sér í gang. Og ég fer iðulega að gera eitthvað allt annað en akkúrat það.. Svona eins og laga til, nú eða blogga ;-) En nú er ég hætt að blogga og farin að vinna.
Bara eitt enn.. ég þvoði eldhúsgluggana í kvöld og setti upp jólagardínur og aðventuljós - þetta get ég!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli