Ég fór í ræktina í dag í 3ja skiptið. Sem ætti ekki að vera í frásögur færandi, nema hvað að ég er gjörsamlega að drepast í skrokknum. Samt var ég með tækin stillt á léttustu stillingu (flest hver a.m.k.). En N.B. þá fór ég og fékk æfingaáætlun fyrir byrjendur, sem ég fór eftir, en áður gerði ég bara þær æfingar sem ég kunni frá því áður. Og ef einhver skyldi halda að þetta væru "einfaldir" strengir, þá er það ekki rétt. Þetta lýsa sér eins og heiftarlegir vefjagigtarverkir, nánast í öllum skrokknum. Já, alls staðar nema í magavöðvunum, þar er ég nefnilega með góða gamaldags strengi frá því á fyrstu æfingunni, en þá ætlaði ég að sýna Vali að ég væri nú bara með nokkuð góða magavöðva þrátt fyrir að gera ekki neitt nema synda.
En hvað sem öllum þessum verkjum líður (og já, þeir munu dofna með tímanum), þá er ég ánægð að vera byrjuð að æfa aftur eftir einhverra ára hlé. Mér finnst ég nefnilega svo dásamlega "normal" þegar ég er í æfingasalnum með öllu hinu "normal" fólkinu. Eini gallinn er sá að allt þetta normal fólk er svo ótrúlega alvarlegt á svipinn eitthvað þegar það er að æfa. Ég skil það ekki alveg. Er þetta svona leiðinlegt, eða bara svona háalvarlegt mál?
Svo ég tali nú um eitthvað annað, þá er jólaverslunin loksins komin af stað fyrir alvöru. Þannig að nú byrjar fjörið og stendur fram til 24. desember. Sem er gott, því það er gaman í vinnunni þegar það er mikið að gera. Maður á samskipti við marga og tíminn líður hratt. En það er líka erfitt því það fer mikill tími í að panta vörur og maður nær ekki alltaf að taka þær upp eins hratt og maður hefði viljað, því það þarf jú að afgreiða viðskiptavinina líka ;) Já og það er líka erfitt því okkur vantar fleira afgreiðslufólk fyrir jólin þar sem hann Andri tók upp á því að ætla til Flórída um jólin með kærustunni og hennar fjölskyldu. Og það er alltaf pínu mál að þjálfa nýtt fólk og það tekur tíma fyrir nýja starfsmenn að komast inn í þetta allt. Sveinn sem vann hjá okkur er farinn til Ástralíu og Nanna er flutt til Danmerkur. Hehe, þetta hljómar aldeilis vel, eða hitt þá heldur. Fyrrverandi starfsfólk Potta og prika flýr land... Gæti verið fyrirsögn í slúðurblaði...
Æ, jæja, þetta mun allt reddast, og kosturinn við að hafa færra starfsfólk er jú að þá fær maður sjálfur að vera meira á staðnum og skemmta sér í jólaösinni ;) Nú þarf bara að drífa sig í jólagjafainnkaup og svoleiðis. Það er alltaf meiningin að vera snemma í því - en gengur aldrei. Nema árið í ár verði undantekningin frá reglunni.
En hvað sem öllum þessum verkjum líður (og já, þeir munu dofna með tímanum), þá er ég ánægð að vera byrjuð að æfa aftur eftir einhverra ára hlé. Mér finnst ég nefnilega svo dásamlega "normal" þegar ég er í æfingasalnum með öllu hinu "normal" fólkinu. Eini gallinn er sá að allt þetta normal fólk er svo ótrúlega alvarlegt á svipinn eitthvað þegar það er að æfa. Ég skil það ekki alveg. Er þetta svona leiðinlegt, eða bara svona háalvarlegt mál?
Svo ég tali nú um eitthvað annað, þá er jólaverslunin loksins komin af stað fyrir alvöru. Þannig að nú byrjar fjörið og stendur fram til 24. desember. Sem er gott, því það er gaman í vinnunni þegar það er mikið að gera. Maður á samskipti við marga og tíminn líður hratt. En það er líka erfitt því það fer mikill tími í að panta vörur og maður nær ekki alltaf að taka þær upp eins hratt og maður hefði viljað, því það þarf jú að afgreiða viðskiptavinina líka ;) Já og það er líka erfitt því okkur vantar fleira afgreiðslufólk fyrir jólin þar sem hann Andri tók upp á því að ætla til Flórída um jólin með kærustunni og hennar fjölskyldu. Og það er alltaf pínu mál að þjálfa nýtt fólk og það tekur tíma fyrir nýja starfsmenn að komast inn í þetta allt. Sveinn sem vann hjá okkur er farinn til Ástralíu og Nanna er flutt til Danmerkur. Hehe, þetta hljómar aldeilis vel, eða hitt þá heldur. Fyrrverandi starfsfólk Potta og prika flýr land... Gæti verið fyrirsögn í slúðurblaði...
Æ, jæja, þetta mun allt reddast, og kosturinn við að hafa færra starfsfólk er jú að þá fær maður sjálfur að vera meira á staðnum og skemmta sér í jólaösinni ;) Nú þarf bara að drífa sig í jólagjafainnkaup og svoleiðis. Það er alltaf meiningin að vera snemma í því - en gengur aldrei. Nema árið í ár verði undantekningin frá reglunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli