miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Stefgjöld

Þannig er mál með vexti að við höfum ekki verið að spila neina tónlist í versluninni okkar á Glerártorgi og höfum heldur ekki neinar græjur til þess. Í annarri nálægri verslun er hins vegar spiluð tónlist allan daginn og yfirleitt það hátt að mjög vel heyrist inn til okkar. Tónlistarsmekkur þeirra er hins vegar nokkuð annar en okkar og stundum er erfitt að leiða hjá sér þennan hávaða, sérstaklega fyrri part dags þegar færra fólk er í húsinu og hljóðið berst þar af leiðandi betur yfir til okkar. Örsjaldan er svo kveikt á hátalarakerfi sem virðist vera í allri verslunarmiðstöðinni og er þá yfirleitt verð að spila einhverja útvarpsstöðina. Í báðum þessum tilvikum erum við að hlusta á tónlist án þess að fá nokkru um það ráðið hvort hún er spiluð eða ekki. Nú bar svo við að í gær kom fulltrúi STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) í búðina til okkar með þau tíðindi að okkur bæri að greiða stefgjöld fyrir þá tónlist sem ómaði inn í verslunina. Gjaldið fer eftir fjölda fermetra og þannig er okkar ársgjald rúmar 24.000 krónur. Þetta finnst okkur alveg ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Að þurfa að greiða peninga fyrir að hlusta á tónlist sem er neytt uppá okkur! Það er spurning hvort við verðum ekki bara að setja upp græjur í búðinni og fara að spila tónlist við okkar hæfi - svona til að fá eitthvað fyrir peninginn...

Engin ummæli: