laugardagur, 29. nóvember 2008
Það sem maður lætur hafa sig út í...
Já aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að samþykkja að koma fram sem módel einhvers staðar en nú er það raunin. Hárgreiðslukonan mín sem er líka vinkona mín er að halda sýningu í dag í tilefni þess að stofan hennar er 10 ára og bað hún mig um að vera módel fyrir sig. Mér fannst ég varla getað neitað henni um þennan greiða og samþykkti þetta. Svo er ég eiginlega komin með hálfgerðan hnút í magann yfir þessu en maður verður víst að standa við gerða samninga... þannig að hér sit ég með stríðsmálningu framan í mér og hárið blásið og greitt með heilu tonni af hárlakki þannig að greiðslan leki ekki úr mér áður en sýningin byrjar. Áttaði mig svo á því áðan að ég eyðilagði sokkabuxurnar mínar um daginn og þarf því að fara á stúfana að kaupa nýjar. Get ekki beint sagt að mig langi til þess að sýna mig á almannafæri með þessa svaka málningu framan í mér. En það er best að drífa sig, ég á líka eftir að laga blússuna sem ég verð í og athuga hvort pilsið passar ekki örugglega á mig ennþá...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli