mánudagur, 22. september 2008
Sé allt í móðu
Ég var að gera mig klára til að setjast við tölvuna og vinna smávegis í bókhaldinu þegar ég tók eftir því að hendurnar á mér voru álíka þurrar og Sahara eyðimörkin á þurrktímabili. Þannig að ég skellti á mig vestfirskum villimeyjar húðgaldri og ætlaði svo að bretta uppá ermarnar og byrja að pikka. Þá tók ég eftir því að mig vantaði gleraugun. Sé ágætlega án þeirra en þreytist í augunum svo ég ákvað að sækja þau og skella þeim á nefið. Tókst þá ekki betur til en svo að ég rak einn fingur í annað glerið (eða plastið, það er víst ekkert gler í þessum gler-augum) og kámaði það þvílíkt út. Tók tusku og reyndi að þurrka fituna burtu með þeim eina árangri að hún dreifðist út um allt. Ekki vildi ég fara með gleraugun undir rennandi vatn því þá myndi handáburðurinn fara af mér í leiðinni - svo hér sit ég með fremur þokukennda sjón á vinstra auganu ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli